Orð eru ævintýri

40684 Orð eru ævintýri er litrík og skemmtileg myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja. Hún hentar vel til að efla orðaforða barna í leikskólum og nemenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku sem öðru tungumáli. Bókin hefur verið þýdd á nokkur tungumál og er á rafrænu formi á vef ásamt leiðbeiningum um notkun. Myndhöfundar eru Blær Guðmundsdóttir, Böðvar Leós, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Bókin var unnin í samvinnu Menntamálastofnunar og Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=