Ofbeldi gegn börnum

86 Stöndum saman – gegn einelti Upplýsingavefur hjá MMS um hvert skal snúa sér leiki grunur á einelti. Gegn einelti Stattu með þér! Stuttmynd fyrir 10–12 ára börn um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum lét gera myndina. Kennsluhugmyndir fylgja. Stattu með þér! To this day (You Tube). Myndband sem lýsir áhrifum eineltis á sjálfsmynd og líðan einstaklings. Myndbandið ANNAÐ EFNI Áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi. Bæklingur gefinn út af Neyðarmóttöku vegna kynferðislegs ofbeldis og Embætti landlæknis (2012). Bæklingur Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti. Nemendabók ásamt kennsluleiðbeiningum á vef. Menntamálastofnun. Ég, þú og við öll Leiðin áfram. Tvö fræðslumyndbönd um réttarvörslukerfið fyrir brotaþola og aðstandendur þeirra. Annað er ætlað brotaþolum yngri en fimmtán ára og hitt er ætlað brotaþolum eldri en fimmtán ára. Myndböndin eru gefin út af Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Leiðin áfram er textuð á sex tungumál og er þannig aðgengileg unglingum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra, sem og heyrnarskertum Íslendingum. Leiðin áfram Verndum börn. Upplýsingar á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um ofbeldi á börnum, einkenni, afleiðingar og hvert er hægt að leita ef grunur vaknar um ofbeldi á barni. Vefsíðan er ætluð öllum almenningi og ekki síst þeim sem starfa með og að málefnum barna. Verndum börnin Örugg saman. Fræðsluefni gefið út af Embætti landlæknis og samanstendur af kennarahefti og nemendahefti. Örugg saman fjallar um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum samskiptum og hvernig megi bregðast við ef ofbeldi á sér stað. Efnið er byggt á bandaríska námsefninu Safe Dates. Örugg saman er fyrst og fremst ætlað nemendum í 9. og 10. bekk en gagnast framhaldsskólastigi sömuleiðis. Örugg saman

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=