Ofbeldi gegn börnum

68 skóla eða skólayfirvalda Tilkynning bæði getur og ætti að opna nýjar leiðir. Við sjáum strax að þetta er allt önnur hugsun en sú að tilkynning sé „kæra“ eða að mál barns sé afhent öðrum, sem taki nú við. Þessi uppbyggilega hugsun hefur leitt til nýrra valkosta. Einn þeirra er tilkynningarfundir sem sums staðar hefur verið komið á. Þar er tilkynnanda boðið á fund, e.t.v. ásamt fulltrúa nemendaverndarráðs, þar sem aðilar ræða um stöðu málsins og samið er um úrlausnir. Foreldrar, tilkynnandi og barnaverndarstarfsmaður sitja tilkynningafundi og barn, ef það hefur aldur, vilja og getu til þess. Þetta úrræði er dæmi um nýbreytni en virðist ekki enn ná til margra málefna barna. Að því er best er vitað hefur ein úttekt verið gerð á tilkynningarfundum (Elísabet Gunnarsdóttir, 2007). Fundirnir virtust ýta undir frekari samskipti og samvinnu starfsmanna barnaverndar við starfsfólk leik- og grunnskóla. Fleiri nýjungar í anda uppbyggingar í barnaverndarstarfi mætti ræða, s.s. um fjölskyldusamráð og fjallaði Hervör Alma Árnadóttir (2010) um þá aðferð. Niðurstöðurnar sýndu m.a. að starfsaðferðir fjölskyldusamráðs virtust ekki nýttar og meiri stuðningur hefði þurft að vera við félagsráðgjafa sem reyndu að nota aðferðina. Upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar um málefni barna og unglinga, sjá einnig (Schjelderup, Omre og Marthinsen (2005). Barnasýn í úrvinnslu mála er mikilvæg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=