Ofbeldi gegn börnum

67 Ótta við að skaða aðra • Óöryggi við að grípa inn í einkalíf annarra. • Hvernig fer fyrir barninu? • Verður barnið látið flytja að heiman? • Ef ég ásaka saklaust fólk? Ef það verður verra fyrir barnið! • Ef ég bregst trausti barns? Vantrú • Trú á að ekkert verði gert hvort sem er. Hér sést að við sjálf erum oft fyrsta hindrunin. Svarið við þessu öllu er að hver skóli þarf að hafa ákveðið verklag um hvernig og hver tilkynnir barnavernd. Fyrirkomulagið þarf að vera til þess fallið að tilkynningu sé komið á framfæri eins fljótt og unnt er. Mikilvægt er að verklagið sé öllum ljóst. Það getur verið skólastjóri, skólahjúkrunarfræðingur eða eitthvert annað starfsfólk skólans sem kemur tilkynningunni á framfæri. Gert er ráð fyrir að tilkynnt sé í nafni stofnunarinnar og að tilkynningin sé á ábyrgð hennar en ekki einstakra starfsmanna. Ef skólinn tilkynnir ekki en kennara finnst það nauðsynlegt liggur ábyrgðin enn hjá kennara. Mikilvægt getur verið að gera ekki ráð fyrir því að lokinni fyrstu tilkynningu að mál sé til vinnslu hjá barnavernd og því þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Stundum þarf að tilkynna mál aftur ef og þegar starfsfólk skóla telja þörf á því. Nýlegar tölur sýna að grunnskólar, sérfræðiþjónusta, fræðslu- eða skólaskrifstofur voru um 12–14% allra tilkynnenda og leikskólar um 2%, sem verður að teljast lágt miðað við almenna skólasókn (Barnaverndarstofa, 2021). Tilkynningar leysa auðvitað ekki vandann en þær geta tryggt velferð nemenda þegar henni er ógnað. TILKYNNING SEM ÁFANGI Á LEIÐ TIL LAUSNAR 7.4 En stöldrum aðeins við. Hvernig er „tilkynningahegðun“ fagfólks? Er tilkynning tilvísun til barnaverndar? Það viðhorf að tilkynning sé tilvísun til barnaverndar virðist útbreitt. Er þá átt við að sumir álíta að með því að tilkynna mál barns sé búið að senda það til barnaverndar til úrlausnar. Slíkt er byggt á misskilningi. Líta ber á tilkynningu til barnaverndar sem áfanga á leið til lausnar en ekki sem endalok á afskiptum Hver skóli þarf að hafa ákveðið verklag um hver tilkynnir til barnaverndarnefndar og hvernig Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra og líta ber á hana sem áfanga á leið til lausnar en ekki sem endalok á afskiptum skóla eða skólayfirvalda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=