Ofbeldi gegn börnum

5 FORMÁLI Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum á rætur að rekja til fullgildingar íslenskra stjórnvalda, árið 2012, á samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu barna sem samþykktur var á Lanzarote árið 2007. Samningurinn miðar að því að vernda og styrkja stöðu barna sem hafa mátt þola kynferðislegt ofbeldi í einni eða annarri mynd. Samningurinn kallar á greiningu á lögum, verklagi og viðhorfum til meðferðar mála um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í kjölfar samningsins gerðu innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti með sér samning um verksvið Vitundarvakningar. Árið 2013 var ákveðið að Vitundarvakningunni yrði falið víðtækara hlutverk og hún næði einnig til andlegs og líkamlegs ofbeldis gegn börnum. Jafnframt var heiti verkefnisins breytt í Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund ummálaflokkinn. Fræðsla og forvarnir beinast fyrst og fremst að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi. Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum gerði samning við Námsgagnastofnun um umsjón með útgáfu leiðbeiningarrits fyrir skóla til að sporna gegn hvers kyns ofbeldi á börnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=