Ofbeldi gegn börnum

64 er veittur margs kyns stuðningur þar á meðal félagsleg ráðgjöf vegna barna og unglinga. Þetta stendur skólum til boða. Samband við félagsþjónustu eða barnavernd til að leita ráðgjafar er ekki tilkynning til barnaverndar eins og sumir kunna að halda. Hér á landi eiga börn rétt á að búa við öryggi og án ofbeldis óháð bakgrunni þeirra. Vakni grunur um að foreldrar þekki ekki skyldur sínar og ábyrgð sem uppalendur þarfnast þeir leiðbeininga. Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið á barnavernd og skólastarfi virðist vanta nokkuð upp á samvinnu á milli þessara aðila (Anni G. Haugen, 2012). Bæklingurinn Við og börnin okkar hefur að geyma leiðbeiningar til foreldra á nokkrum tungumálum, sjá aftast um vefslóðir. TILKYNNINGARSKYLDA TIL 7.2 BARNAVERNDAR Hér er rétt að geta lagaákvæða um tilkynningarskyldu vegna barna og unglinga. Barnaverndarlög ná til barna að 18 ára aldri. Um tilkynningarskyldu almennings segir þar: Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn: a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, b. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu (Barnaverndarlög nr. 80, 2002,16. gr.). Í sömu grein kemur fram að hverjummanni sé skylt að gera barnavernd viðvart, ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með líferni þungaðrar konu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla það. Sérstök tilkynningarskylda hvílir á þeim sem hafa afskipti af börnum eins og segir í lögum: Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málum barna eða þungaðra kvenna og verður var við aðstæður eins og lýst er í 16. gr. er skylt að tilkynna það barnavernd. (Barnaverndarlög nr. 80, 2002,17. gr.). Stundum þarf að leita úrræða utan skólans Börn eiga rétt á að búa við öryggi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=