Ofbeldi gegn börnum

18 séu gagnkynhneigðir og eigi þannig foreldra. Þær sýni að þessi gildi séu bundin í formgerð og menningu skólanna (Jón I. Kjaran, 2014; Jón I. Kjaran og Ingólfur Á. Jóhannesson, 2010). Þetta ýti undir skyldubundna gagnkynhneigð. Með þöggun um samkynhneigð upplifa hinsegin börn sig utanveltu og skrítin, skammast sín fyrir kynhneigð sína eða kynvitund sem aftur leiðir til verri sjálfsmyndar og líðanar. Þöggunin getur leitt til eineltis og ofbeldis þegar kynhneigð ungmenna kemur upp á yfirborðið. Þegar þögnin er rofin er of algengt að eingöngu sé fjallað um gagnkynhneigð og samkynhneigð en ekki um annað hinsegin fólk, s.s. transfólk, intersex og pankynhneigða og ekki heldur um transbörn eða börn með ódæmigerð kyneinkenni og lengur mætti telja. Uppruni skiptir þarna einnig máli en þetta er að mestu órannsakað svið hér á landi í tengslum við samkynhneigð. Námsritgerð sýnir þó dæmi um að ungir hommar af asískum uppruna verða fyrir öráreitni og rasískum viðhorfum og þannig fyrir tvöfaldri jaðarsetningu (Hjörvar Gunnarsson, 2021). Þar þekktu viðmælendur flestir til fordóma og rasisma innan samfélags samkynhneigðra á Íslandi. Svart hvít umræða um kynhneigð getur verið hættuleg fólki sem er staðsett á jaðri litrófsins. Í raun ætti enginn að þurfa að vera inni í skáp8 og koma svo út úr honum. Fyrirliggjandi rannsóknir á fræðslu og líðan hinsegin barna og ungmenna gefa ekki tilefni til alhæfinga. Vísbendingar eru um einhliða kynfræðslu sem fjalli fyrst og fremst um hvað þyki heilbrigð og samfélagslega samþykkt nálgun í kynlífi og samböndum. Í könnun á líðan hinsegin nemenda á aldrinum 13–20 ára greindi þriðjungur nemenda frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar og fimmtungur vegna kyntjáningar (Reykjavíkurborg, 2022).9 Einnig sýndu niðurstöður að starfsfólk sem veitti hinsegin fólki mikinn stuðning hafði mikil jákvæð áhrif á upplifun þessara nemenda í skólanum. Það brýnir skólayfirvöld, skóla og fræðafólk um að láta þessi mál enn frekar til sín taka. Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, bjóða upp á sérstaka ráðgjöf og fræðslupakka um kynhneigð og kynvitund. Þau halda einnig úti áðurnefnda vefsíðu „Hinsegin frá ö til a sem hefur að geyma fræðslu og upplýsingar um hinsegin mál. 8 Það ferli að opinbera kynhneigð eða kynvitund sína fyrir fjölskyldu, nánum vinum eða stærri hóp (Áttavitinn, 2022). 9 Úrtakið samanstóð af 181 nemanda, á aldrinum 13–20 ára, 2/3 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og (97,8%) gengu í almennan grunnskóla eða framhaldsskóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=