Ofbeldi gegn börnum

17 (2021) að árangur fjöltyngdra nemenda í íslensku var langt undir meðaltali í íslensku og öðrum kjarnagreinum. Félagsleg staða og líðan virtist auk þess verri en jafnaldra þeirra af íslenskum uppruna. Höfundur telur að viðurkenna þurfi fjöltyngi nemenda og notkun á öllum tungumálaforða þeirra. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að innflytjendaforeldrar og kennarar deili hlutverki og ábyrgð í tengslum við menntun barna. Rannsóknir An-Dao Tran (2016) sýndu að nemendur fundu fyrir veikleikum vegna lítillar tungumálakunnáttu og félagslegrar einangrunar. Þar kom fram þörf á breyttum skilningi á kennslufræði fjölmenningar en jafnframt að kennarar gerðu sitt besta þrátt fyrir veikburða innviði. Susan Gollifer og Anh-Dao Tran (2012) benda á þörf fyrir að undirbúa kennara til að huga að fjölbreyttum þörfum nemenda. Ná þurfi samstöðu um stefnumótun og leiðir til að mæta því hvernig nemendur skynja margbreytileika. Hermína Gunnþórsdóttir o.fl. (2017) ræða hvernig efla megi menntun nemenda af erlendum uppruna. Höfundar telja að íslenska skólakerfið ögri skilningi erlendu foreldranna á skólanum sem stað fyrir hefðbundið nám. Lítið sem ekkert sé gert til þess að styðja kennara við að skilja og skipuleggja fjölmenningarlega menntun. Í tengslum við slíka vankanta má sem dæmi benda á vinnu Reykjavíkurborgar að auknu foreldrasamstarfi, fræðslu um fjölmenningu, aðgengi að tómstundastarfi og tengingu milli skólastiga fyrir börn ungra innflytjenda semmiðar að því að efla nám og menntun (Reykjavíkurborg, 2020). Enn einn hópurinn sem hér verður nefndur er hinsegin fólk en eins og segir í aðalnámskrá falla þættir eins og kynvitund og kynhneigð undir jafnrétti í skólastarfi. Talsverðar framfarir hafa orðið við að leiðrétta mismunun í garð samkynhneigðra hér á landi. Þrátt fyrir það eru fordómar áberandi í garð hinsegin nemenda sem hafa neikvæð áhrif á stöðu barna og ungmenna svo sem vikið verður að. Lítum fyrst á orð ogmálfar. Samkvæmt Hinsegin orðabókÁttavitans (2021) er;„hinsegin“regnhlífarhugtakyfirorðsemskilgreinafólksemer„hinsegin“.6 Á undanförnum árum hefur orðaforði á þessu sviði aukist og nýyrði orðið til.7 Þöggun er ein algengasta birtingarmynd fordóma gagnvart hinsegin fólki. Rannsóknir á samkynhneigð, menntun og skólastarfi eru enn fáar hér á landi og hafa einkum náð til framhaldsskólans. Niðurstöður sýna ríkjandi gagnkynhneigð eða heterosexisma, sem gerir ráð fyrir að allir 6 Þessa útskýringu hinsegin orðabókar Áttavitans má jafnvel nefna klifun, hún fer nokkuð í hring. https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/hinsegin/hinsegin-fra-a-o/ 7 Um íslenskt mál sjá https://samtokin78.is/hyryrdi-2020-nidurstodur/ ; https://uni.hi.is/eirikur/2019/08/18/han/ og skýrslu Íslenskrar málnefndar (2021) um kynhlutlaust mál https://islenskan.is/images/skyrslur/Skyrsla-um-kynhlutlaust-mal.pdf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=