Ofbeldi gegn börnum

9 OFBELDI ER HLUTI AF SAMFÉLAGS GERÐINNI Ofbeldi er meðvituð valdbeiting sem getur beinst gegn einstaklingi, hópi manna eða samfélagi. Undir ofbeldi fellur allt slíkt athæfi sem leiðir til eða er líklegt til að hafa í för með sér skaða, dauða, sálrænt álag eða skerðingu á þroska eða annars konar skort, hið síðasttalda getur meðal annars verið afskiptaleysi eða hunsun. Með ofbeldi gagnvart eigin persónu er átt við sjálfsskaða eða sjálfsvíg. Ofbeldi milli manna má skipta í valdbeitingu sem nær til nátengdra og ókunnugra, svo sem innan fjölskyldu eða samfélags. Ofbeldi milli nátengdra er ill meðferð eða misbeiting gegn börnum, ofbeldi milli systkina eða fullorðinna, t.d. hjóna eða para og meðal annars gagnvart öldruðum. Síðan má greina á milli ofbeldis milli manna sem á sér stað milli kunnugra eða ókunnugra. Þar getur verið um að ræða ofbeldi milli barna og unglinga, ýmsar tegundir árása, auðgunarbrot og ofbeldi á vinnustöðum og öðrum stofnunum. Ofbeldi er meðvituð valdbeiting og undir það fellur athæfi sem hefur í för með sér skaða, dauða, sálrænt álag eða skerðingu á þroska

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=