Náttúrulega 2 - Verkefnabók

40 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli DÚKUR Á BORÐI Efni og áhöld: Plast- eða pappabolli með vatni, A3 blað eða dúkur og borð. Tilgáta: Lestu framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu blaðið eða dúkinn á borðið þannig að minnst annar endinn fari fram fyrir borðbrúnina. Settu bollann með vatninu á mitt blaðið eða dúkinn en mikilvægt er að bollinn sé þurr að utan. Kipptu blaðinu eða dúknum undan bollanum með því að toga lárétt að þér. Endurtaktu svo æfinguna og þú getur prófað að vera með aðra hluti en bolla á borðinu en það mega þó ekki vera of léttir hlutir. Niðurstaða: Hvað gerðist? Af hverju? Hvaða kraftar voru að verki? Teiknaðu skýringarmynd af æfingunni og merktu inn þá krafta sem hafa áhrif. VERKEFNI VERKEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=