Náttúrulega 2 - Verkefnabók

35 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HLJÓÐFÆRI ÚR GÚMMÍTEYGJUM Efni og áhöld: Nokkrar misþykkar gúmmíteygjur og ferköntuð kökumót eða kassar. Tilgáta: Heldur þú að það verði munur á hljóði eftir því hvaða teygjur eru notaðar? Útskýrðu svarið af hverju eða af hverju ekki. Framkvæmd: Setjið gúmmíteygjurnar utan um ferkantaða kökumótið eða kassann. Strekkið mismikið á teygjunum, til dæmis með því að hnýta hnút á teygjurnar eða setja eitthvað undir þær. Spilið á teygjurnar eins og hljóðfæri. Þið getið líka notað mislangar eða misbreiðar gúmmíteygjur og misstóra kassa eða mót. Niðurstöður: Hverjar eru niðurstöður þínar, er munur á hljóðinu? Hvernig myndast hljóðið? Hvað er bylgjulengd?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=