Náttúrulega 2 - Verkefnabók

15 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli BRAUÐ Í POKA Efni og áhöld: • þrjár brauðsneiðar • þrír pokar sem hægt er að innsigla • aðstaða til handþvottar og sápa • spritt Tilgáta: Lestu framkvæmdina. Hvað heldur þú að komi fyrir brauðið í pokunum? Framkvæmd: Setja skal þrjár brauðsneiðar sína í hvern pokann. Áður en þær eru settar í pokann skal snerta eina vel og vandlega með skítugum höndum. Sú næsta er ekki snert fyrr en hendur hafa verið þvegnar rækilega með sápu. Þriðja er snert eftir að hendur hafa einnig verið sprittaðar. Fylgstu með brauðsneiðunum í eina til tvær vikur og skoðaðu hvað gerist. Niðurstöður: Hverjar eru niðurstöður þínar? Umræður: Voru niðurstöður þær sömu og tilgátan þín? Útskýrðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=