Náttúrulega 1 - verkefnabók

72 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 4. kafli HITAÞENSLA Efni og áhöld: Flaska, blaðra, skál, heitt vatn og aðgangur að ísskáp. Framkvæmd: Settu tóma flösku inn í ísskáp eða frysti í minnst tvær klukkustundir. Þegar flaskan er orðin köld skaltu taka hana úr ísskápnum og setja blöðru á stútinn á flöskunni. Síðan skaltu setja flöskuna í skál með heitu vatni. Lýstu því sem gerist þegar flaskan er komin í skál með heitu vatni. Hver heldurðu að sé ástæðan fyrir því sem gerðist? Teiknaðu mynd af því sem gerist:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=