Náttúrulega 1 - verkefnabók

8 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 1. kafli FRUMUSKOÐUN Tilgáta: Hægt er að sjá frumur með því að skoða þær í smásjám. Passa þarf að það sé þunnt lag af frumum og tilvalið er að skoða lauk. Heldur þú að þér takist að finna plöntufrumu í lauknum? Efni og áhöld: Ljóssmásjá, burðargler, þekjugler, hnífur, bretti, laukur, litarefni (til dæmis joð). Framkvæmd: Skerðu laukinn í sundur og náðu vænum bút af himnu sem er á milli lauklaganna. Settu bútinn á smásjárglerið og settu svo dropa af litarefninu yfir laukhimnuna. Settu svo þekjuglerið yfir og settu í smásjána. Þegar þú notar smásjá þarftu að passa að byrja alltaf á minnstu linsunni og stilltu smásjána þannig að þú sjáir skýrt í gegnum linsuna og þú vinnur þig svo upp í linsustærð eftir þörfum. Niðurstöður: Teiknaðu mynd af því sem þú sérð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=