Natturan okkar pr_ (1)

14 Einstaklingar af sömu tegund eru ólíkir. Skoðaðu krakka og kennara í skólanum þínum. Þó að þið séu af sömu dýrategund eruð þið flest mjög ólík. Það að þið séuð ekki öll alveg eins er hluti af lífbreyti- leikanum á Jörðinni. Það sama á við um allar aðrar lífverur Jarðar. Innan tegunda eru líka mismunandi stofnar (hópar einstaklinga) sem eru aðlagaðir aðstæðum á hverjum stað. Sjá kafla um lífbreytileika á Íslandi bls 18. Breytileiki innan tegunda 1. Hvað er líkt og hvað er ólíkt í útliti og hegðun bekkjarfélaga þinna? 2. Ef þú átt gæludýr, þekkir þú það frá öðrum gæludýrum af sömu tegund eða kyni? Ef einstaklingum af sömu tegund fækkar mjög mikið þá tapast lífbreytileiki. Dæmi um tegundir í bráðri hættu á Íslandi eru lundi og sléttbakur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=