Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 78 1. Byrjið á því að ræða málin í hópnum ykkar, lesið ykkur til um málefnið, takið afstöðu til þess (út frá ykkar hlutverki) og svarið spurningunum sem fylgja lýsingunni á hópnum ykkar. Mikilvægt er að þið sem hópur myndið ykkur sameiginlega skoðun á málefninu. Veltið fyrir ykkur neðangreindum atriðum. ¾ Hvaða fólk/dýr eru í hópnum? ¾ Hvaða tengingu hefur hópurinn við framkvæmdina og mýrina? ¾ Hverjir eru kostir og gallar þess að byggja hótelið í Kötlumýri? ¾ Hvaða áhrif hefur framkvæmdin á hópinn? ¾ Getur náttúruvernd og hótelbygging farið saman? ¾ Hver er tillaga hópsins í þessu máli? ¾ Hversu líklegt er að þessi hópur muni/geti hafa áhrif á málið? 2. Kennarinn ykkar verður í hlutverki fundarstjórans og passar upp á að allir komist að og að engin dragi til sín alla athyglina. 3. Allir hópar kynna niðurstöður sínar (gæsirnar líka) þar sem afstaða til málefnisins kemur fram (2-3 mínútur á hóp). Eftir hverja kynningu geta skapast umræður þar sem meðlimir annarra hópa geta komið með spurningar og vangaveltur um niðurstöðuna. 4. Ef niðurstaðan verður sú að allir hóparnir eru annaðhvort með eða á móti má opna fyrir umræður um aðra möguleika. Hér er hægt að hafa umræðu um gildi. Hvaða gildi tengjast rökunum sem þau gefa? Af hverju tóku þau þessa afstöðu? 5. Í lokin fara allir úr hlutverkum sínum og fram fara lýðræðislegar kosningar. Skrifið niður allar mögulegar niðurstöður á töfluna og kjósið svo öll eftir eigin sannfæringu í málinu. Þetta mega vera opnar eða leynilegar kosningar. Niðurstöðurnar geta verið á ýmsa vegu því þið ráðið ferðinni sjálf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=