Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 71 Nauðsynlegt er að hafa þak yfir gildrunum til þess að rigni ekki ofan í þær. Hentugt er að nota plastlok af stærri jógúrtdollum, reka tvo stóra nagla í barmana og stinga þeim síðan ofan í jarðveginn sínum hvorum megin við dolluna, þannig að lokið sé um 3-4 sentímetra yfir dollunni. Athugið að ef sýnin verða skoðuð samdægurs eða daginn eftir að þau eru sótt nægir að hálffylla dollurnar með vatni og setja nokkra dropa af uppþvottalegi sem minnkar yfirborðsspennu vökvans og tryggir að dýrin sökkvi. Ef skoða á sýnin seinna þá verður að fylla fallgildrurnar til hálfs með frostlegi sem er góður til að geyma smádýrin í þar til þið skoðið þau frekar. Verkefnavinna ¾ Kynnið ykkur helstu hópa smádýra á landi: skordýr, áttfætlur, þúsundfætlur, margfætlur, krabbadýr, liðormar og lindýr. Þið vinnið saman í litlum hópum og hver hópur tekur fyrir einn smádýrahóp, safnar upplýsingum og myndum, býr til glærusýningu og kynnir svo fyrir samnemendum sínum. Reynið að finna skemmtilegar og jafnvel skrýtnar staðreyndir um dýrin. ¾ Grafið 3–5 gildrur á gróðurlaus svæði í nágrenni skólans og aðrar 3–5 gildrur á gróið svæði (t.d. við trjálund eða við læk). Látið fallgildrurnar vera úti í 2–3 daga og takið þær þá upp. ¾ Þegar fallgildrur eru tæmdar og smádýrum safnað í ílát er best að hella innihaldi gildrunnar á fíngert sigti eða efnisbút, t.d. gamla tusku. Þá sitja smádýrin eftir. Skoðið smádýrin undir víðsjá og greinið þau í hópa eða til tegunda ef hægt er. ¾ Vinnið úr niðurstöðum tilraunar. Útbúið tölfræðileg gögn þar sem kemur fram hvaða tegundir þið funduð og fjöldi af hverri tegund í mismunandi búsvæðum (gróðurlausa svæðið og gróna svæðið). Setjið niðurstöður upp í gröf, t.d. súlurit og skoðið niðurstöðurnar myndrænt. Það er líka hægt að skoða hverja tegund fyrir sig og bera saman á milli búsvæða. ¾ Svarið eftirfarandi spurningum: Hvaða tegundir/hópa af smádýrum funduð þið á svæðinu? Hvaða tegundir/hópar af smádýrum voru algengastir á svæðinu? Hversu marga einstaklinga funduð þið af hverri tegund/hóp? Er munur á tegundum og fjölda smádýra á milli þeirra staða sem fallgildrurnar voru settar upp? Umræður og aðrar æfingar ¾ Af hverju er hunangsbýflugum að fækka í heiminum? Hvernig færum við að því að frjóvga matinn okkar ef þær myndu hverfa? ¾ Hvað er hermun og hvað græða dýr á því? ¾ Hver er munurinn á 1) geitungum, 2) býflugum og 3) humlum? Stinga þær allar? Hverju eru þær að sækjast eftir þegar þær fljúga út úr búum sínum (sykri, plöntufrjói, blómasafa, blóði eða öðru)? ¾ Af hverju eru sumir hræddir við smádýr? Er einhver ástæða fyrir því eða er þetta óþarfa hræðsla? Haldið þið að hræðslan myndi minnka ef fólk lærði meira um dýrin og hvað þau eru mikilvæg fyrir lífríkið? ¾ Farið í fjöruferð og finnið smádýr sem þar búa. Best er að fara þegar sjóinn hefur nýlega fjarað út og finna grýtta fjöru þar sem eru pollar. ¾ Núvitundaræfing að vori eða hausti. Veljið hlýjan og lygnan dag, farið út og finnið gróinn stað þar sem ekki er mikil umferð. Setjist eða leggist niður og lokið augunum í 5 mínútur. Hlustið vel og takið eftir öllum hljóðum sem þið heyrið, bæði manngerðum hljóðum og dýrahljóðum. Heyrið þið eða finnið fyrir einhverjum smádýrum? Hvernig leið ykkur á meðan?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=