Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 20 Þegar gróðurhúsaáhrif eru aukin, þ.e. þegar meira af gróðurhúsalofttegundum er dælt út í andrúmsloftið, sleppur minni varmi út um lofthjúpinn og út í geim. Varminn helst því innan lofthjúpsins með þeim afleiðingum að Jörðin hlýnar. Þessi aukning er nú þegar farin að hafa í för með sér alvarlegar breytingar á jörðinni okkar. Það er óhætt að segja að þær loftslagshamfarir, sem eiga sér nú stað vegna loftslagsbreytinga af manna völdum, sé ein mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir nú á dögum. Þegar koltvíoxíð er aukið í andrúmsloftinu okkar (af mannavöldum) þá veldur það breytingum á loftslaginu sem skýrir af hverju koltvíoxíð er oft talið slæmt. Lífverur (plöntur, tré, dýr og við sjálf) innihalda mikið af kolefni og þegar t.d. regnskógur er brenndur eða votlendi framræst þá losnar þetta kolefni út í andrúmsloftið, binst súrefni og myndar koltvíoxíð (C+O2=CO2). Hvað veldur aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti? ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=