Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Sýndu það, ekki segja það Hugmynd nemendanna er nú að fullu útfærð og kominn tími til að íhuga hvernig skuli kynna hana fyrir öðrum. Mikilvægast hér er að nemendur geti sagt skýrt og skilmerkilega frá því út á hvað hugmynd þeirra gengur og hvert virði hennar er. Góð ráð • Notkun á frumgerð: Það er hér sem frumgerð nemendanna kemur til sögunnar. Nemendur unnu með frumgerð á 3. stigi og á þessu stigi (4. stigi) geta þeir gert nýja og uppfærða útgáfu þar sem þeir setja inn nýja þætti og fínpússa hugmyndina. Það er nefnilega snjallt að nota frumgerð til að kynna hugmyndina og með því sýna skýrt og greinilega út á hvað hugmyndin gengur. • Æfingin skapar meistarann: Besta ráð fyrir kynningu eða leifturkynningu nemenda er að þeir æfi sig og gefi hver öðrum uppbyggileg viðbrögð þannig að kynningin verði þaulæfð og hnökralaus. • Sýnið öðrum: Það er mjög góð reynsla ef nemendur æfa sig fyrir framan aðra. Þess vegna er góð hugmynd að bjóða foreldrum, ömmum og öfum og yngri/eldri bekkjum að koma og hlusta og fá uppbyggilega gagnrýni. • Gerið nákvæma áætlun fyrir kynninguna: Á þann hátt fá nemendur yfirsýn yfir hvaða upplýsingar þeir þurfa að hafa í kynningunni og geta skipt á milli sín hver eigi að segja hvað. Auk þess geta nemendur prófað hversu langan tíma kynningin tekur og í hvaða röð er best að segja frá. • Verkfæri: Það eru til margvísleg verkfæri til að nota í kynningum sem nemendur geta haft gagn af. Til dæmis – pitcherific.com – tól sem hjálpar nemendum að skipuleggja framsögu sína. – Prezi.com – Prezi er skemmtilegt glærugerðar forrit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=