Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 67 19. HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR Ákvörðun / Niðurstaða Markmið Að nemendur skilji að núverandi hegðun getur haft mikil áhrif á framtíð þeirra. Verkefnalýsing Nemendur skrá þau einkunnarorð sem þeim finnst eiga helst við sig og lýsa sér best. Að lokum eru þræðir úr fyrri verkefnum dregnir saman og það rætt hvað nemendur hafi helst lært og hvers þeir hafi orðið vísari. Verkefnið er leiðbeinandi fyrir áætlanagerð nemenda og fyrirætlanir þeirra. Kveikja Nemendur eru spurðir hvernig þeir sjái sjálfa sig í framtíðinni og hvernig þeir vilji að aðrir sjái þá. Að vera sinnar gæfu smiður Nemendur vita nú að það skiptir miklu að huga tímanlega að því sem tekur við í framtíðinni. Núverandi hegðun hefur mikil áhrif á framtíðina. Það má líta á skynsamlega hegðun í nútíðinni sem góða fjárfestingu fyrir framtíðina. Verkefnadæmi Skráðu þau einkunnarorð sem lýsa fortíð, nútíð og framtíð þinni best. I. Afdrifaríkur atburður í fortíðinni. Góð hugmynd Það getur reynst vel að tengja umfjöllunina um framboð náms í framhaldsskólum við þetta verkefni. Nemendur geta skoðað heimasíður mismunandi framhaldsskóla og vegið og metið alla þá möguleika sem í boði eru og hugsað um það sem tengir þá helst við fyrirætlanir þeirra. Heimaverkefni Nemendur safna verkefnum og öðrum upplýsingum sem þeir telja mikilvægar í eina möppu. Æskilegt er að farið sé yfir möppuna í viðtali með námsráðgjafa og forráðamönnum áður en endanleg niðurstaða um náms- eða starfsval fer fram. Kennsluleiðbeiningar MIKILVÆGT FYRIR KENNARA q Að draga lausa enda saman fyrir heimaverkefnið q Að rifja upp niðurstöður úr hverjum kafla Fór í sumarbúðir til Englands

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=