Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

0 Staða kynjanna Það ætti að vera sjálfsagt að allir einstaklingar séu jafngildir og hafi sömu réttindi, án tillits til kyns. En illu heilli er því ekki að heilsa. Flestir fallast á að það er raunverulegur, líffræðilegur munur á körlum og konum. Erfðaefni kynjanna er ólíkt sem veldur því meðal annars að kyn- færin eru ólík að gerð hjá körlum og konum og að við myndum annaðhvort sáðfrumur eða eggfrumur. Það er þó fleira líkt með körlum og konum en það sem er ólíkt, en fólk er vissulega hvert með sínu móti. Eiginleikar á borð við kjark eða umhyggju þurfa alls ekki að tengjast kynferði fólks. Okkur hættir þó til þess að telja suma eiginleika karlmannlega og aðra kvenlega. Þetta getur skapað ranglæti og mótsagnir sem vinna gegn jafnrétti kynjanna. Kynjarannsóknir beinast meðal annars að því að kanna hvernig við erum metin og meðhöndluð út frá kynferði og hvernig kynin upplifa sig sjálf. Kannast þú við einhverjar af þessum aðstæðum sem lýst er í eftirfarandi dæmum þar sem mismunandi „reglur“ gilda fyrir stelpur og stráka? Getur þú nefnt önnur dæmi? 114 1 Geta tvær stelpur leiðst, faðmast eða farið saman inn á klósett án þess að nokkrum þyki það tiltöku­ mál? Geta tveir strákar gert þetta? Við hvaða tækifæri sérðu stráka helst faðmast? 2 Hvaða munur er á mögu­ leikum stráka og stelpna til að hafa áhrif á útlit sitt, til dæmis með því að raka sig eða mála? 3 Stelpur þurfa stundum að sætta sig við strangari reglur heima en strákar. Þeir fá jafnvel að vera lengur úti á kvöldin. Stelpurnar hjálpa kannski oftar til við matseld, tiltekt og pössun systkina sinna en strákarnir. Hvernig er þetta hjá þér? Í BRENNIDEPLI Í B I I

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=