Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 6 | FORSETNINGAR Skrifaðu forsetningar inn í eyðurnar þannig að textinn gangi upp. Fleiri en eitt rétt svar koma til greina í sumum setningum. Kastaðu boltanum ______ skúrinn. Kisa tróð sér ______ sófann. Settu hrærivélina hans afa þíns upp ______ eldhúsborð. Megum við frá frí ______ æfingu? Ef þú gengur ______ götunni þá finnur þú kannski símann þinn. Ég er búin að leita ______ allan skólann, ______ þess að hafa komið við ______ afa og ömmu en síminn minn er bara horfinn. Leikurinn verður sýndur ______ breiðtjaldi ef allt gengur eftir. Litli bróðir er sjálfur farinn að klæða sig ______ fötunum áður en hann fer ______ náttföt. Hún vill ekki fara með og þess ______ verður hún heima. Neteinelti ______ barna og unglinga er talsvert ______ hverju ári. Hvað er hægt að gera til að koma ______ veg fyrir það? Forsetningarliður Forsetningin og það fallorð eða þau fallorð sem hún stýrir kallast einu nafni forsetningarliður. Gott er að muna þessa formúlu: Forsetning + fallorðið/n sem hún stýrir = forsetningarliður. Dæmi: Hlauptu umhverfis græna húsið. Forsetningarliðurinn er: umhverfis græna húsið. Dragðu hring um þau orð sem mynda forsetningarlið í hverri setningu. Athugaðu að fleiri en einn forsetningarliður geta verið í hverri setningu. Bjarki, viltu koma í bíó? Stingdu blaðinu bara inn um lúguna. Veistu klukkan hvað Karen kemur heim á morgun? Íþróttakennarinn sagði okkur að hlaupa umhverfis tjörnina. Getum við ekki verið hjá Jónu frænku? Ætlið þið virkilega til London án mín? Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart okkur. Flokkaðu plast í gulu tunnuna og pappír í þá bláu. Horfum á nýjasta þáttinn eftir heimalærdóminn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=