Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 5 | FORSETNINGAR Forsetningar Forsetningar stýra falli, þ.e. þær hafa áhrif á að fallorð sem kemur á eftir er í aukafalli (þf., þgf. eða ef.). Dæmi: Bílarnir keyra eftir götunni, hér er forsetningin eftir og stýrir falli orðsins götunni. Forsetningar geta verið eitt orð eða fleiri. Dæmi: Hún gekk upp á hólinn. Ef tvö fallorð standa hlið við hlið þá stýrir forsetningin falli þeirra beggja. Dæmi: Bílarnir keyra eftir endilangri götunni, hér er forsetningin orðið eftir og hefur hún bæði áhrif á fallið í orðunum endilangri og götunni. Forsetningin vegna hefur ákveðna sérstöðu því oft er fallorðið sem hún stýrir á undan í setningunni. Dæmi: Mín vegna máttu fara. Hér stýrir vegna fallinu á mín. Dæmi um forsetningar sem stýra: þolfalli: um, fyrir, eftir, kringum, gegnum, yfir o.s.frv. þágufalli: frá, hjá, af, að, gagnvart, ásamt, gegn, handa, mót o.s.frv. eignarfalli: til, sökum, vegna, auk, meðal, án, milli o.s.frv. Sumar forsetningar (t.d. á, í, með, eftir, fyrir) geta stýrt bæði þolfalli og þágufalli. Dæmi: Ég kem með diskana. Hér stýrir forsetningin með fallinu á orðinu diskana (þf.). Annað dæmi: Þú kemur með mér heim. Hér stýrir forsetningin með fallinu á orðinu mér (þgf.). Skrifaðu réttar forsetningarnar inn í eyðurnar þannig að setningarnar gangi upp. í – í – í – á – á – um – um – með – með – eftir – af – milli – vegna – fyrir – til – hjá – án – umhverfis – andspænis Við flugum ______ Flórída ______ gær og lentum ______ miðja nótt. Í dag ætlum við að fara ______ ströndina og njóta sólarinnar. Ströndin er rétt ______ hótelinu, það er bara ein gata ______ hótelgarðsins og strandarinnar. Ég óskaði ______ því að fara ______ vatnsrennibrautagarð og tívolí. Það er ______ nógu að taka enda úr mörgum skemmtigörðum að velja. ______ hótelið er gul girðing. ______ hótelinu er mínígolfvöllur ______ mjög erfiðum brautum. Pabbi heldur að hann vinni ______ þess að hann spilar golf ______ vinum sínum heima en við systkinin höldum að mamma vinni því hún er mun nákvæmari en hann. Við fáum þó ekki að vita svarið ______ þess að keppni verði háð. Litla systir mín vill fara ______ dýragarð ______ morgun og munum við gera það ______ hádegi. Ég held að þessar tvær vikur verði dásamlegar og við munum tala mikið ______ þessa ferð í framtíðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=