Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 19 | ATVIKSORÐ Finndu atviksorðin í textanum og skrifaðu þau á línurnar aftan við hverja setningu. Eftir skóla hittumst við alltaf úti í sjoppu. _______________________ Við fórum þangað til að kaupa okkur að borða áður en við fórum heim. _______________________ Einu sinni stóðum við inni í sjoppunni, hver með sína pylsu, þegar maður með lambhúshettu ruddist inn. _______________________ Hann hélt á mjög stóru járnröri sem hann otaði að afgreiðslumanninum um leið og hann gargaði á hann að rétta sér peninginn. _______________________ Án þess að hugsa hentum við pylsunum út í horn og stukkum öll fjögur á manninn. _______________________ Hann missti takið á rörinu sem flaug upp í loft og lenti langt frá honum. _______________________ Við skelltum honum niður á gólf og lágum á honum þangað til að lögreglan kom. _______________________ Lögreglan hrósaði okkur fyrir hugrekkið og afgreiðslumaðurinn gaf okkur nýjar pylsur sem okkur fannst vel gert. _______________________ Þegar lögreglan spurði okkur hvers vegna við hjálpuðum afgreiðslumanninum sögðum við að kannski hafi það verið vegna þess að við vorum búin að pylsa okkur upp. _______________________ Allir hlógu en við vissum að ástæðan var að okkur þótti vænt um gamla manninn sem beið alltaf eftir okkur með bros á vör, en það var svo væmið að segja það svo að við snerum þessu upp í grín. _______________________ Á ég að pylsa þig upp?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=