Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 18 | ATVIKSORÐ Atviksorð Atviksorð (skammstafað ao.) fallbeygjast hvorki né tíðbeygjast en sum þeirra stigbreytast. Atviksorð segja okkur nánar um: hvar eitthvað gerist (þarna, hérna, inni, uppi, úti, niðri, heima …), hvert eitthvað/einhver fer (þangað, hingað, inn, upp, út, niður, heim …), hvernig eitthvað er gert (vel, illa, mjög, þannig, svona, afar, svo …), hvenær eitthvað gerist (núna, strax, aldrei, alltaf, bráðum, oft …) Spurnaratviksorð (hvenær, hvar, hversu, hvernig, hvert …) Til að átta sig betur á hlutverki atviksorða er gott að hafa í huga eftirtalda undirflokka: Tíðaratviksorð – segja okkur hvenær Staðaratviksorð – segja okkur hvar og hvert Háttaratviksorð – segja okkur hvernig Spurnaratviksorð – fela í sér spurningu. Þau teljast öll til spurnarorða en varast skal að rugla þeim saman við orðin hver, hvor og hvaða sem eru spurnarfornöfn. Finndu atviksorðin í setningunum og skrifaðu þau á línuna. Högni fer bráðum til Húsavíkur að heimsækja frænku sína. __________ Jana kemur heim strax eftir skóla. __________ ____________ Þið teiknið mjög vel. __________ __________ Hettupeysan hangir alltaf inni í skáp. __________ __________ Getur þú farið út á fótboltavöll að sækja systur þína? __________ „Þetta er afar vandaður blómavasi,“ segir amma. __________ Við fáum aldrei að fara fyrr úr tíma í náttúrufræði. __________ __________ Kannski förum við til Flórída næsta vetur. __________ Hlaupum þangað og athugum hvort Klara sé þar. __________ __________ Komið þið frekar hingað. __________ __________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=