Maður og náttúra

89 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Litningar, DNA og gen Ef við skoðum í smásjá frumur sem eru að skipta sér sjáum við fyrirbæri sem kallast litningar . Í þeim er með- al annars lífrænt efnasamband sem kallast DNA, deoxý­ ríbósakjarnsýra öðru nafni . Það er DNA-sameindin sem ber í sér erfðaupplýsingarnar og stjórnar líkamlegum eiginleikum okkar, svo sem lit augnanna og hársins, sem og öðrum eiginleikum. Þessi sameind er erfðaefni lífvera. Upplýsingarnar í DNA-sameindinni skiptast niður í margar einingar. Hver eining kallast gen, líka nefnd erfðavísir. Í litningum manna eru um það bil 25 000 mismunandi gen . Hvert gen ræður einum tilteknum eiginleika. Hvernig getur erfðaefnið (DNA) búið yfir upp­ lýsingum sem nægja til þess að skapa mann úr einni frjóvgaðri eggfrumu? Svarið byggist á því að frumurnar lesa erfðaefnið sem leiðarvísi eða leiðbeiningabók. Áður en fruma skiptir sér þjappast erfðaefnið saman í svokölluðum litningum. Í hverjum litningi er gríðarlöng DNA- sameind sem er vafin utan um prótín. Vísindalegt kapphlaup Gátan um eðli erfðanna varð til þess að mikið kapphlaup hófst innan líffræðinnar á árunum eftir 1950. Vísindamenn reyndu hver sem betur gat að leysa gátuna um það hvernig DNA- sameindin er byggð upp. Með því að beina röntgengeislum á kristalla af DNA-sameindum tókst Rosalind Franklin að finna út hvernig sameindin væri í lögun. Með hjálp þessara röntgenmynda og líkana af byggingareiningunum í DNA-sameindinni tókst Bandaríkjamanninum James Watson og Englendingnum Francis Crick að búa til líkan af sameindinni sem sýndi lögun hennar. Það nægði til þess að skýra hvernig upplýsingarnar í DNA-sameindinni eru geymdar og hvernig þær geta borist frá kynslóð til kynslóðar. SAGNFRÆÐI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=