Maður og náttúra

88 4.1 Hvaða andlitsdrættir heldur þú að séu einkennandi í þessari ætt? Lykill erfðanna Erfðafræði – fræðin um erfðir hjá lífverum Þegar við skoðum fjölskyldumyndir tökum við oft eftir því að tilteknir drættir hjá foreldrum koma gjarna fram hjá börnunum, þeir berast frá kynslóð til kynslóðar. Þetta getur verið andlitsfallið, lögun nefs eða höku eða freknur, svo að dæmi séu nefnd. Önnur einkenni geta líka legið í ættum, til dæmis mikil eða lítil líkamshæð. Orðtakið „margt er líkt með skyldum“ skýrir sig sjálft. Okkur er það líka ljóst að ekkert barn verður nákvæm eftirmynd foreldra sinna. Hvert barn fær þess í stað eiginleika frá báðum foreldrum sínum, þótt sum börn séu líkari föður sínum og önnur líkari móður sinni. Erfðafræði er sú grein líffræðinnar sem fjallar um erfðir lífvera . Þessi fræðigrein auðveldar okkur að skilja hvers vegna maður, eða önnur lífvera, fær tiltekna eiginleika. Til þess að átta okkur á því skulum við líta inn í innsta hluta frumunnar – frumukjarnann .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=