Maður og náttúra

42 Blöndun að vori og hausti Þegar ísinn bráðnar á vorin og allt vatnið er orðið um það bil fjögurra gráða heitt getur það aftur blandast vegna áhrifa vindsins. Þá getur allt vatnið orðið súrefnisríkt á ný. Súrefni loftsins blandast vatninu og með vorbirtunni hefst ljóstillífunin að nýju og súrefni losnar út í vatnið. Sams konar blöndun á sér stað á haustin þegar yfirborðsvatnið kólnar. Þegar það hefur náð um fjögurra gráða hita yfir frostmarki hverfur hitaskiptalagið frá sumrinu. Ef þá gerir góðan hauststorm sér hann til þess að allt vatnið blandast, frá yfirborði og niður á botn, og verður súrefnisríkt. Ef vatnið blandast vel bæði vor og haust getur mikið magn næringar­ efna borist frá botnlögnum og upp undir yfirborðið. Plöntusvifið og bakteríurnar fá þá ríkulega næringu og vöxturinn verður mikill. Stundum verður hann svo mikill að við tölum um þörungablóma og jafnvel getur myndast lag eða skán af plöntusvifi eða blábakteríum í yfirborði vatnsins. 1 Hversu mörg stöðuvötn og tjarnir, sem eru stærri en einn hektari, eru á Íslandi? 2 Stöðuvötnum er oft skipt í tvo meginflokka eftir því hversu mikið er af næringarefnum í þeim. Nefndu þessa tvo flokka. 3 Hver er helsta ástæðan fyrir mikilli grósku og auðugu lífríki Mývatns? 4 Hver er helsta fæða bleikju og kafanda í Mývatni? 5 Nefndu tvö afbrigði bleikju sem lifa í Þingvallavatni og segðu frá lifnaðarháttum þeirra. 6 Hvaða tvær aðrar tegundir fiska en bleikja lifa í Þingvallavatni? 7 Hvernig myndast hitaskiptalag í stöðuvötnum? Hvers vegna er þetta sjaldgæft í vötnum hér á landi? 8 Nefndu nokkrar ástæður þess að súrefnisskortur getur orðið á botni stöðuvatna. 9 Hvað er þörungablómi? Hvers vegna kemur hann einkum fram á vorin og haustin? Nefndu stöðuvatn sem er nálægt þeim stað þar sem þú býrð og þar sem er mikið um fugla og fisk. Vor Haust Vetur Sumar Súrefni Súrefni Næringarefni Næringarefni 4 °C 4 °C 18 °C 4 °C 4 °C 4 °C Hitaskiptalag 0 °C 4 °C Hiti vatnsins við botninn er oft nálægt 4 °C. Ástæðan er sú að við það hitastig er vatnið þyngst. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=