Maður og náttúra

41 VISTFRÆÐI Lagskipting í stöðuvötnum Árstíðirnar hafa mikil áhrif á lífið í stöðuvötnum. Hiti vatnsins er breytilegur eftir árstíðum og eiginleikar þess þar með. Vatn er eðlis­ þyngst við +4 ºC og þess vegna er vatnið í djúpum stöðuvötnum yfir­ leitt í kringum þann hita. Vatn, sem er heitara eða kaldara en fjórar gráður, er því léttara og flýtur yfir hinu kalda. Á sumrin hitar sólin vatn í stöðuvötnum. Yfirborð vatnanna verður heitast og flýtur því ofan á kaldara vatninu. Þar sem veðurfar er tiltölulega kyrrt myndast tvö lög í vatninu; létt og heitt yfirborðslag og þyngra og kaldara lag þar fyrir neðan. Milli þessara tveggja laga myndast skil sem kallast hitaskiptalag . Svona lagskipting er fátíð í stöðu­ vötnum á Íslandi vegna þess að veðurfarið er sjaldan kyrrt í langan tíma og vindar skapa öldur í yfirborðinu sem valda algerri blöndun vatnsins, alveg niður á botn. En í vötnum í nálægum löndum er lagskiptingin algeng og fólk, sem kafar í þeim, getur fundið hversu miklu kaldara vatnið er á nokkurra metra dýpi. Hitaskiptalagið veldur því að kalda vatnið á botninum og hlýrra yfirborðsvatnið blandast ekki svo auðveldlega. Súrefnisríkt yfirborðs­ vatnið nær ekki til botns og í neðra laginu eru ýmsar lífverur sem taka til sín súrefni sem er af skornum skammti. Þegar líður á sumarið getur vatnið við botninn orðið mjög súrefnissnautt og þær lífverur, sem lifa þar og eiga þess kost, færa sig ofar. Þær sem ekki ná að færa sig úr stað kafna vegna súrefnisskorts. Á sólríkum degi hitar sólin yfirborð vatnsins. Þar sem dýpi er mikið helst kaldara lag fyrir neðan. Hér nýtur fólk blíðunnar á Laugarvatni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=