Maður og náttúra

146 ORÐSKÝRINGAR kemur vel fram hjá mismunandi afbrigðum bleikju í Þingvallavatni sem sjá má á mismunandi lögun munnsins eftir því hvaða fæðu þær nýta. siðgæðisvottun (réttlætismerking): sérstök vottun vara sem tryggir að allir, sem koma að framleiðslu, dreifingu og sölu tiltekinnar vöru, fá sanngjarnar og eðlilegar greiðslur fyrir sinn þátt. Siðgæðisvottuninni er ætlað að bæta mannréttindi og stuðla að betra lífi fyrir fólk í fátækum löndum. sjálfbærni : það að allar auðlindir og önnur náttúrugæði séu nýtt þannig að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim og við höfum nú. Hugtakið var fyrst sett fram árið 1987 í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun og þá skilgreint svo:„Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ stofn : hópur lífvera af sömu tegund sem lifa í einu og sama vistkerfinu. Dæmi um stofn eru öll birkitré í Bæjarstaðaskógi í Öræfasveit eða allir urriðar í Þingvallavatni. stökkbreyting : breyting sem verður í geni lífveru sem veldur því að lífveran verður öðruvísi en aðrar lífverur sömu tegundar. Flestar stökkbreytingar eru skaðlegar en öðru hverju kemur fram breyting sem kallar fram nýjan og heppilegan eiginleika. sundrandi (rotvera): lífvera, sem nærist á leifum annarra lífvera. Helstu sundrendur náttúrunnar eru bakteríur og sveppir og starfsemi þeirra sér til þess að koma næringarefnum aftur í umferð í náttúrunni. súrt regn : regn sem er óeðlilega súrt vegna mengunar í andrúmslofti. Regnvatnið verður einkum súrt vegna brennisteins og niturs sem sameinast raka (vatni) andrúmsloftsins og mynda sýrur. Sýrurnar valda því að vatnsdroparnir í skýjunum verða súrir og þeir skaða bæði gróður á landi og lífríki í stöðuvötnum. tegund : minnsta flokkunareining lífvera. Lífverur, sem geta átt saman frjó afkvæmi, eru af sömu tegund. Náskyldum tegundum lífvera er skipað í sömu ættkvísl. toppneytandi : neytandi sem er efst í fæðukeðju. Toppneytendur eru ýmis rándýr, til dæmis hvítabjörn og haförn, og þau fá í sig meira af umhverfiseitri en önnur dýr vegna þess að eitrið safnast fyrir í lífverum eftir því sem ofar kemur í fæðukeðjum. Maðurinn er einnig í hópi toppneytenda. umhverfiseitur : eitruð efni sem safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á lífverur, jafnvel í mjög litlum styrk. Mörg þessara efna eru þrávirk, sem merkir að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og þau hafa því skaðleg áhrif áratugum saman og jafnvel öldum saman. uppsöfnun eiturefna : það að eiturefni, fyrst og fremst þau sem leysast upp í fitu, safnast fyrir í lífverum. Efni eru skaðlegri eftir því sem þau eru í meiri styrkleika í lífverum. Sum eiturefni eru í litlum mæli í plöntusvifi, þau verða síðan í meiri mæli í smádýrum, sem éta svifið, og styrkur þeirra verður síðan enn meiri í þeim dýrum sem éta smádýrin. Styrkurinn er síðan mestur í topprándýrunum, til dæmis í haförnum og ísbjörnum. vistfræði : fræðigrein, sem fjallar um samspilið í náttúrunni, um tengslin milli dýra, plantna og annarra lífvera og samspil þeirra við umhverfi sitt. vatnabobbar : ættkvísl snigla með skel (kuðungar öðru nafni) sem lifa í fersku vatni, meðal annars í Þingvallavatni. vistkerfi : afmarkað svæði í náttúrunni, til dæmis stöðuvatn eða eyja, og allar lífverur sem lifa þar. Til vistkerfis teljast líka allir lífvana þættir í umhverfinu sem hafa áhrif á lífverurnar, til dæmis loft, vatn, hiti og birta. Lífverurnar geta líka haft áhrif á þessa umhverfisþætti. víkjandi gen : gen, sem stýrir eiginleika sem kemur eingöngu fram ef hann erfist frá báðum foreldrum. X-litningur : annar tveggja kynlitninganna í mannsfrumum. Í frumum kvenna eru tveir X-litningar, en í frumum karla er einn X-litningur og einn Y-litningur. X-litningar og Y-litningar kallast einu nafni kynlitningar og þeir ákveða kynferði hvers einstaklings. Y-litningur : --> X-litningur. þrávirk efni : --> umhverfiseitur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=