Maður og náttúra

99 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Stundum kemur víkjandi eiginleiki fram Hvað gerist þegar freknóttur karl og freknótt kona eignast barn og bæði eru arfblendin (Ff)? Þú sérð það á reitatöflunni hér að ofan. Sumar kynfrumur þeirra fá F og aðrar f. Á reitatöflunni kemur fram að kynfrumurnar geta raðast saman á fjóra mismunandi vegu: FF, Ff, fF og ff. Líkurnar á því að barnið verði freknótt eru því þrír af fjórum, þar eð F er ríkjandi. Líkurnar á því að barnið verði ekki freknótt eru einn af fjórum. Reitataflan gefur hins vegar engar upplýsingar um það fyrir fram hvernig samsetning gena verður hjá hverju barni; við getum ekki spáð fyrir um það. Í raunveruleikanum vitum við ekkert um það hvaða sáð- fruma frjóvgar tiltekið egg. Tilraunir Mendels á ertum Það hefur ávallt vakið forvitni manna að sumir eiginleikar koma oftast fram en aðrir koma bara fram öðru hverju. Á 19. öld gerði austurríski (bæheimski) munkurinn Gregor Mendel fjölda tilrauna á ertuplöntum í því skyni að komast að því hvernig eiginleikar lífvera erfðust. Til þess að vera öruggur á því hvaða plöntur væru foreldrar nýrra ertuplantna færði hann sjálfur frjókornin á milli foreldraplantnanna með pensli. Mendel hafði þá enga hugmynd um tilvist gena eða litninga. En af tilraunum sínum dró hann þá ályktun að einhvers konar upplýsingar, erfðaeindir, bærust á milli við frjóvgunina og þær gætu borist frá kynslóð til kynslóðar. Nútímaþekking gerir okkur kleift að útskýra niðurstöður Mendels út frá þeirri staðreynd að litningar og gen eru í pörum í frumum lífvera og að afkvæmin fá gen sín frá báðum foreldrunum. Kona Karl Sáðfrumur Eggfrumur Þegar báðir foreldrar hafa eitt ríkjandi og annað víkjandi gen getur víkjandi eiginleikinn líka komið fram hjá börnum þeirra. Freknur SAGNFRÆÐI ekki freknur freknur freknur freknur freknur F F f F F f F F f f F F f f f f

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=