Maður og náttúra

98 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Arfhreinn eða arfblendinn Sá sem hefur tvö ríkjandi eða tvö víkjandi gen í genasamsætu er sagður arfhreinn með tilliti til viðkomandi eiginleika. Sá sem hefur eitt ríkjandi gen og annað víkjandi í genasamsætu er hins vegar sagður arfblendinn . Eiginleikar, sem ráðast af ríkjandi genum, til dæmis freknur, koma fram hvort sem genið erfist frá öðru foreldri eða báðum. Eiginleikar víkjandi gena koma á hinn bóginn aðeins fram hjá arfhreinum ein- staklingum. Reitatafla sýnir erfðir gena Ef við vitum hvort tiltekinn eiginleiki ræðst af ríkjandi eða víkjandi geni getum við reiknað út hvernig eiginleikinn erfist. Þá setjum við upp reitatöflu sem sýnir hvernig gen móður og föður geta raðast saman. Tökum freknur sem dæmi. Þær ráðast af genasamsætu þar sem ríkjandi genið (F) veldur því að freknur koma fram. Hjá freknóttum föður, sem er arfhreinn (FF) fyrir freknum, fá allar sáðfrumurnar ríkjandi genið (F). Ef móðirin er ekki freknótt hefur hún tvö eintök af víkjandi geninu (ff). Allar eggfrumur hennar hljóta því að fá víkjandi genið (f). Á reitatöflunni hér fyrir neðan getur þú séð hvernig þessi gen erfast. F F F f f f Taflan sýnir þær samsetningar genanna sem geta komið fram og líkurnar á því að barn erfi tiltekið gen. ekki freknur Eggfrumur Sáðfrumur freknur freknur freknur freknur freknur Arfhrein genasamsæta með ríkjandi eiginleika Arfblendin genasamsæta Arfhrein genasamsæta með víkjandi eiginleika Sáðfruma frjóvgar eggfrumu. Litningarnir eru nú í pörum, annar í hverju pari frá móðurinni og hinn frá föðurnum. F F f f f f f f f f F F F F F F Kona Karl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=