Maðurinn hugur og heilsa

71 Sumar konur fá slæman magaverk eða líður á annan hátt illa á meðan á tíðum stendur. Aðrar finna ekki fyrir óþægindum. Þetta getur því verið mjög mismunandi. Það er líka mikill munur á viðhorfi manna til tíða og blæðinga. Margir tala óhikað um þetta. Fyrstu tíðum stúlku er sums staðar fagnað með veislu í fjölskyldunni, þar sem stúlkan er boðin velkomin í heim fulltíða kvenna. Aðrir líta á tíðirnar og allt sem kemur þeim við sem feimnismál. Ef minnst er á þær flissar þetta fólk, roðnar og fer hjá sér. Lítum á auglýsingar um tíðabindi. Oft má þar sjá vökva hellt á bindið til að sýna hve mikið af tíðablóði það getur dregið í sig. En vökvinn í auglýsingunum er ekki blóðrauður. Hann er blár! Auglýsingastofurnar forðast rauða litinn til að fólkið sem horfir á sjónvarpið fari ekki hjá sér og finnist auglýsingin ósmekkleg. Samt eru tíðir algengari en til dæmis kvef! Það er nóg blóð eftir Kannski þykir stelpum þær missa heilmikið blóð mánaðarlega, jafnvel nokkra lítra. En ef einhver tæki sig til og sæti á salernissetu yfir heilt tíðaskeið og safnaði öllu blóðinu í desílítramál, yrði það í mesta lagi hálfur desílítri. Auk þess framleiðir líkaminn nýtt blóð eftir þörfum. Það er því engin hætta á að blæðingarnar valdi blóðskorti – sem betur fer. En með öllum þessum tíðablæðingum hlýtur að koma að því að ekkert blóð verði eftir í stelpunum. Það eru til margs konar hlífar til að taka við tíðablóði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=