Loftur og gullfuglarnir - vinnubók

Um notkun bókarinnar • Vinnubókin með auðlesnu sögubókinni Loftur og Gullfuglarnir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Verkefnin henta vel nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku og nemendum sem þurfa að styrkja málvitund sína af öðrum ástæðum. Þau eru miðuð við nemendur sem ráða einkum við auðlesinn texta og að rita stuttar setningar frá eigin brjósti. • Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í að tengja saman lestur sögubókar og vinnubókar og nota báðar bækurnar samtímis. Því er vísað í blaðsíður í sögubókinni til að auðvelda nemendum að fletta upp í henni. Ein opna með allt að sjö verkefnum fylgir hverjum kafla og er miðað við að nemendur leysi verkefnin eftir lestur hvers kafla. • Í vinnubókinni er athygli nemenda beint að lesskilningi, orðaforða og málfræði. Æskilegt er að nemendur hafi kynnst heiti orðflokka eins og nafnorða og sagnorða en það er ekki nauðsynlegt þar eð dæmi um lausnir er ávallt sýnt. • Í nokkrum verkefnum er ætlast til að nemendur velji orð og skrifi í orðasafnið aftast. Tilgangurinn er að auka orðaforða sem er ein af undirstöðum lesskilnings. Ef nemendur eru með annað móðurmál en íslensku má hugsa sér að þeir glósi orðin á móðurmáli sínu. Aftast í bókinni er tafla fyrir sjálfsmat nemenda. Loftur og gullfuglarnir – vinnubók ISBN 978-9979-0-2828-4 © 2007 Arnheiður Borg og Sigrún Löve Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir 1. útgáfa 2007 önnur prentun 2009 þriðja prentun 2013 fjórða prentun 2017 fimmta prentun 2019 sjötta prentun 2021 sjöunda prentun 2022 Menntamálastofnun Kópavogi Útlit, umbrot, kápa: Námsgagnastofnun Prentun og bókband: Litróf ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Sjálfs- mat! ➺

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=