Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

99 Ábendingar frá skólum sem prófuðu verkefnið. Verkefnið er aðgengilegt og nemendur áhugasamir. Upplagt að vinna það samhliða því að fjalla um lífbreytileika og hnattræn málefni. Hægt er að smíða sáðbakka. Verkefnið gefur mikla möguleika á útiveru og hreyfingu. Gaman var að fylgjast með vexti plantnanna á skólalóðinni og teikna þróunina á vexti trjánna. Helsta áskorunin var að finna pláss fyrir alla sáðbakkana. Verkefnið upplagt til þess að læra um hringrás náttúrunnar. Það hvetur til þess að nemendur öðlist meiri virðingu fyrir náttúrunni. Gott er að gróðursetja trén í nágrenni skólans, þá eiga nemendur auðvelt með að fylgjast með vexti trjánna frá ári til árs. Gott er að velja tré sem vex á því svæði sem ræktað er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=