Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

98 5.1. Íslenskur birkiskógur 5. Gróðursetjum tré „af litlu fræi verður oft lítið/stórt tré“. Verkefnið var framkvæmt í leikskólanum Krakkaborg. Þátttakendur: 4–7 ára Árstíð: Frá hausti til vors Tími: Einn skólavetur Í upphafi verkefnisins er gott að fræðast um sögu íslenska skógarins. Við landnám Íslands voru þrjár tegundir af trjám sem uxu á landinu, birki (Betula pubenscens) sem er eina tegundin sem myndaði skóga, reyniviður (Sorbus aucuparia) og blæösp (Populus tremula) sem er mjög sjaldgæf. Við landnám voru einnig fjórar runnategundir, einir (Juniperus communis) sem er eina barrtréð sem vex villt á Íslandi, grávíðir (Salix callicarpaea), gulvíðir (Salix phylicifolia) og loðvíðir (Salix lanata). Á Íslandi var mikill birkiskógur og tók hann að eyðast strax eftir landnám og núna eru einungis 5% eftir af honum. Timbrið var notað til húsbyggingar, sem eldiviður og eyði- lagist líka í eldgosum þegar hraun rann yfir hann. Tré eru mikilvæg því þau hjálpa til við að draga úr jarðvegseyðingu og binda kolefni úr andrúmsloftinu. Safnið birkifræjum frá lok ágúst og fram í byrjun október eða svo lengi sem reklar eru á birkitrjánum. Brumin verða annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Kvenkyns brum verða að reklum. Karlblómin eru lafandi en kvenblómin upprétt. Upplýsingar um frætínslu má finna á birkiskógur.is og víðar . Rannsakið fræin með því að skoða þau í smásjá og varpið þeim á skjá. Sáið fræjunum við mismunandi skilyrði í gróðurmold, í sáðmold og í sáningarkubba. Ræktið fræin við misjöfn birtuskilyrði, undir ljósi eða úti í glugga. Vökvið reglulega. Leiðbeiningar við sáningu fást í þessu myndbandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=