Lestrarlandið - vinnubók 1

Nn Oo Óó Pp Rr Ss Tt Uu Úú Vv Xx Yy Ýý Þþ Ææ Öö 63 oft myndræna samlíkingu) og verkefnum um samsett orð. Einnig eru notaðar myndir öðru hverju í lestextum til að tjá orð sem innihalda bókstafi sem ekki er búið að kenna. Kennsluleiðbeiningar við einstök verkefni Leiðin til Óla bls. 29. Í þessu verkefni eiga börnin að finna leiðina til Óla. Á leiðinni finna þau myndir eða orð. Þau skrifa orðin og heiti hlutanna á línurnar. Athugið að verkefnið gefur möguleika á að fara stutta eða langa leið til Óla. Hopparinn bls. 31. Hér er verið að kenna lestur á stuttu sérhljóði á undan tvöföldu samhljóði (/ss/, /tt/, /mm/ o.s.frv.). Hopparinn sýnir hvernig taka þarf stökk frá fyrsta samhljóði yfir stutta sérhljóðið og lenda jafnfætis á samhljóðin tvö sem á eftir koma og stíga svo með öðrum fætinum yfir á síðasta hljóðið (langt sérhljóð á eftir tvöfalda samhljóðinu). Gagnlegt er að æfa þetta með því að skrifa orð á karton og láta börnin æfa sig að hoppa yfir stutta sérhljóðið (sjá myndir) og lenda með báða fætur samtímis hvorn á sitt samhljóðið. Börnin segja hljóð orðsins um leið og þau hoppa og stíga, þ.e.: Llll-ú-lllll-iii. Hér má ýkja lengd allra hljóða á meðan hoppað og stigið er í gegnum orðið nema ú er stutt. Þessi æfing er sérstaklega mikilvæg fyrir þá nemendur sem hafa veikleika í hljóðavitund. Oft eiga þeir erfitt með að greina mun á stuttu og löngu sérhljóði en sá vandi fylgir mörgum fram á fullorðinsár. Með því að láta líkamann fylgja eftir hraða og áherslum lestrarins í verklegri æfingu á gólfi (sjá myndir) skynja nemendur betur samspil stuttra sérhljóða á undan tvöföldum samhljóðum sem auðveldar þeim að festa þetta erfiða atriði í minni. Mikilvægt er að kenna börnunum að lenda með báða fætur samtímis á hvort samhljóðið. Frá og með þessu verkefni birtist hopparinn af og til við orð með tvöföldum samhljóða til að minna börnin á að nú þarf að hoppa yfir stutt sérhljóð í einhverjum orðum. Þjálfun lesfimi bls. 33 og bls. 61. Hér gefst mikilvægt tækifæri til að rifja upp bókstafi og orð sem komið hafa fyrir í vinnubókinni. Á þessu stigi lestrarnámsins vísar lesfimi til sjálfvirkni og nákvæmni við lestur bókstafa og stakra orða. Börnin geta æft sig ein eða unnið saman tvö og tvö og hlustað hvort á annað og jafnvel tímamælt. Þau geta líka metið sjálf hvernig þeim hefur gengið með því að krossa við í reitina eftir hvern lestur. Kennarar geta nýtt þessar æfingar til að kanna lesfimi barnanna og hversu vel þau þekkja þá bókstafi sem komnir eru. Teningaspil bls. 41. Nemendur kasta 5 teningum með bókstöfunum sem komnir eru og skrifa orðin sem hægt er að búa til á línurnar. Raða má teningunum í hvaða röð sem er til að finna orð en ekki breyta þeim hliðum sem upp koma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=