Lestrarlandið - vinnubók 1

Aa Áá Bb Dd Ðð Ee Éé Ff Gg Hh Ii Íí Jj Kk Ll Mm 62 Til kennara Fjórar vinnubækur fylgja lestrarkennsluefninu Lestrarlandið. Tvær eru merktar með +, þ.e. 1+ og 2+ en markmið þeirra er að mæta þörfum nemenda sem ráða ekki vel við Vinnubók 1 og 2. Í Vinnubók 1 eru æfðir bókstafirnir a, á, e, i, í, l, o, ó, r, s, u, ú, v og æ, auk þess sem kenndar eru orðmyndirnar og, ekki, sagði, að og ég. Lögð er áhersla á fjölbreyttar verkefnagerðir sem eru endurteknar í bókinni til að nemendur öðlist smám saman meira öryggi við að vinna verkefnin. Hver bókstafur er sýndur með íslenska fingrastafrófinu. Þetta er einkum gert með táknmálstalandi börn í huga en býður einnig upp á nýja leið til að styrkja innlögn bókstafanna. Um lestur Lestur er afar flókin hugræn aðgerð sem byggist á samspili og samhæfingu ólíkra þátta hugrænnar úrvinnslu þar sem tungumálið gegnir lykilhlutverki við merkingarsköpunina. Segja má að lestrarfærni samanstandi af tveimur meginþáttum: umskráningu og lesskilningi. Nemendur þurfa að læra að vinna með tákn bókstafanna og tengsl þeirra við hljóð talmálsins til að vera færir um að lesa texta og nálgast innihald hans. Færni barna í talmálinu, ekki síst orðaforði, leggur síðan grunn að lesskilningnum. Vinnubókinni fylgt úr hlaði Í vinnubókinni er lögð áhersla á að þjálfa alla meginþætti lestrarnámsins; tengsl bókstafa og hljóða, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning og ritun eftir því sem við verður komið. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni vinnubókina samhliða lestrarbókinni enda birtast sögupersónur hennar líka í vinnubókinni. Sumir nemendur geta auðveldlega unnið bókina sjálfstætt en aðrir þurfa markvissa kennslu og utanumhald. Mælt er með að kennarar fylgi skriftarþjálfuninni skipulega eftir með hverjum og einum. Nemendur sem hafa náð tökum á lestri ættu að spreyta sig á verkefnum sem finna má á vefnum Lesum og skoðum orð í Lestrarlandinu. Æskilegt er að nemendur vinni saman að þeim verkefnum. Hlustunarskilningur og orðaforði Á byrjunarstigi lestrarnámsins er mikill munur á færni barna við að skilja texta og að umskrá hann. Þess vegna er mikilvægt að kennarar efli orðaforða nemenda og lesskilning gegnum hlustun. Myndefni og sögur Lestrarlandsins gefa fjölmörg tækifæri til að þjálfa þessa þætti, bæði í hóp og hver fyrir sig. Myndefni má finna á vefnum Lestrarlandið á vefsíðu Námsgagnastofnunar og þar eru einnig allar sögurnar í sögubókinni lesnar. Stafaþekking og umskráning Góð og skilvirk umskráning er forsenda þess að nemandi getið lesið sér til skilnings. Rétt er að benda á að færni í hlustunarskilningi (að skilja lesinn texta) og umskráningu helst ekki í hendur við upphaf lestrarnáms og því henta textar til kennslu umskráningar öllu jöfnu ekki kennslu í lesskilningi og orðaforða og öfugt. Í vinnubókinni er leitast við að brúa að jafnaði þetta bil með myndefni, t.d. verkefnum um samyrði (ólíkir hlutir sem heita það sama, en hafa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=