Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

4 VELKOMIN Í UPPLESTUR, LÆSI OG LESTRARAÐFERÐIR Erum við búnar að skrifa hina endanlegu handbók um læsi? Nei, því ætlum við ekki að halda fram. Það er heldur ekki hægt að afrita og fjölfalda hina fullkomnu kennsluaðferð, enda verður besta læsiskennslan til í gagnvirkni og samskiptum á milli þín sem kennara og nemenda þinna. Besta læsiskennslan verður til með þinni eigin þekkingu á læsi og eigin rannsóknarvinnu. Hún mót- ast af persónuleika þínum og þörfum nemenda og er útfærð með fjölbreyti- legri og skilmerkilegri aðferðafræði. Með þessari kennsluhandbók um söguna „Arfinn“ setjum við hins vegar fram leiðsögn um þann fjölbreytta heim sem felst í kennslu lesskilningsaðferða. Prófaðu að nota þessa umgjörð okkar og líttu á handbókina sem dæmi um það hvernig hægt er að vinna með læsi. Með því að nota Leiðarvísinn geturðu stytt undirbúningstímann fyrir kennsluna, en við vonum samt öðru fremur að þú vinnir á frjálslegan hátt með leiðbeiningar okkar og tillögur – að þú prófir að nota þær og meta og þróir þannig smám saman þínar eigin kennsluaðferðir. Kannski kveikir þetta hjá þér áhuga á fræðiskrifum og rannsóknum um lestrar- kennslu. Á bls. 15 er að finna heimildaskrá með athugasemdum. Ef þú ert nú þegar að kenna lesskilningsaðferðir vonumst við til að þú lítir á þessa bók sem samstarfsfélaga sem veitir þér innblástur og gefur góð ráð um hvernig hægt er að kenna lesskilningsaðferðir með því að lesa upphátt með nemendum. .Upplestur er afar mikilvægur. Lestrarsérfræðingurinn Barbro Westlund heldur því fram að kennarar eigi að lesa fyrir nemendur sína á hverjum einasta degi á skólagöngunni (Westlund 2009). Við gerum mikið af því að lesa fyrir yngri börn- in; þegar best lætur er það bæði gert heima og í leikskólanum eða skólanum. En síðan er eins og eitthvað breytist. Eftir því sem barnið lærir sjálft að umskrá bókstafi og orð færist lesturinn meira og meira í hendur barnsins. Að sjálfsögðu þurfa nemendur sjálfir að spreyta sig á því að lesa en mörg rök hníga að því að við höldum áfram að lesa fyrir börnin, langt fram eftir aldri. .Upplesturinn rænir nemendur ekki eigin lestrarupplifun heldur bætir við hana. Hann gerir nemendum kleift að upplifa frásagnir sem eru flóknari en þeir ráða við að lesa upp á eigin spýtur. Upplesturinn kveikir lestrarþörf, þrá í fleiri frá- sagnir og hann dregur nemendur dýpra inn í heim hins ritaða orðs. Með því að nota þekkingu okkar á undirstöðuaðferðum í lestri og úthugsaðri aðferðafræði getum við kennarar beint sjónum nemenda að þessum aðferðum og æft þær meðan á upplestri stendur. .Í bók sinni Mellan raderna (Á milli línanna) skrifar Britta Stensson, kennari og rithöfundur, að frumskilyrði fyrir vandaðri bókaumræðu sé að kennarinn hafi sjálfur lesið bókina sem lesin er upphátt, velt fyrir sér hvaða tengingar kviknuðu, hvaða innri myndir birtust og hvaða spurningar vöknuðu hjá kennaranum (Stens- son, 2006). Það er því mikilvægt að þú sem kennari lesir bókina Arfinn áður en þú lest hana fyrir nemendur. Þetta auðveldar þér að öðlast meðvitund um þinn eigin lestur og ímyndunarafl, auk þess að gera þér kleift að lesa bókina upphátt af innlifun sem fangar athygli nemenda. Gefðu þér líka tíma til að lesa inngangs- kaflann í leiðbeiningunum. Þar er að finna stutta og skýra bakgrunnslýsingu á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=