Lesið í skóginn

4 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Skógarverkefnabanki MMS og SR Skógarverkefnabankinn er samansafn af handhægum verkefnum fyrir grunnskólakennara, sem öll tengjast skógi og skógarnytjum. Verkefnin eru fyrir öll skólastig og tengjast öllum fögum skólans og grunnþáttum menntunar í skógartengdu útinámi. Verkefnabankanum er enn fremur ætlað að styðja við fjölbreytt skólastarf og opna kennurum og nemendum leið inn í fjölbreytt vistkerfi skógarins með samþættum verkefnum og námsleiðum. Verk- efnablöðin í bankanum byggjast á samþættingu og tengslum ólíkra þátta í skógarvist- kerfinu. Unnið er með spurningar eins og: Hvaða fuglategundir eru í skóginum og hvers vegna? Hvaða skordýr fylgja einstökum trjátegundum? Hvaða viðareiginleikar leynast í einstökum trjátegundum? Hvernig er hægt að kenna stærðfræði, tungumál, umhverfis- læsi, upplýsingatæknimennt og verkgreinar í gegnum skógarnám? Verkefnabankinn byggir á skógfræðiþekkingu, kennslufræði og skógaruppeldislegum námsaðferðum við nálgun viðfangsefnanna og þeirri reynslu sem Skógræktin og Kennaraháskólinn /Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur byggt upp með rannsóknar- og skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn- með skólum og skógartengdri útikennslu fyrir kennara í 20 ár í grunnnámi kennara á meistarastigi. Í þróunarsamstarfi við skóla- yfirvöld og umhverfissvið borgarinnar og í samstarfi við fjölda leik- og grunnskóla í borginni sem og á landsbyggðinni, hefur safnast gríðarleg reynsla af skógarkenndri útikennslu. Haldin voru þverfagleg námskeið fyrir alla þá skóla sem tóku þátt í Lesið í skóginn verkefninu. Settar voru upp fjölbreyttar námsstöðvar í hringekju sem allir tóku þátt í s.s. tálgustöð, útieldun, skógarhirða, víkingastöð, upplifunarverkefni, trjámælingar o.fl . Á fyrstu árum var tekið mið af reynslu nágrannaþjóða okkar sem höfðu stofnað sérstök fræðsluverkefni fyrir skógartengda útikennslu í skólastarfi, s.s. Skogen i skolen í Svíþjóð og Naturskolen í Danmörku. Þangað voru hugmyndir m.a. sóttar en fljótlega kom í ljós að norrænu þjóðirnar voru langt á undan okkur og við urðum því að byrja í okkar eigin skógarbotni og byggja smátt og smátt upp reynslu og þekkingu sem með tímanum yrði að íslenskri hefð og skógarmenningu í skólastarfi sem tæki mið af þeim skógargerðum og aðstæðum sem hér eru. Það er von okkar sem að skógarverkefnabankanum stöndum, að með tímanum takist að byggja upp skilning á mikilvægi skógarins fyrir náttúruna, menningu, mannlíf og efnahag þjóðarinnar. Reynslan sýnir að nemendur sem fengið hafa skógartengda fræðslu, sýna náttúrunni mikla virðingu og sjá sjálfa sig sem hluta af henni en ekki aðgreindan frá henni. Fjölbreytt vistkerfi skógarins sýna hversu fjölskrúðug auðlind hann er og hvernig áhrif hans hafa áhrif á líf okkar mannanna, efnahag og menningu. Kolefnisbindingin, efnisauðlindin, ber, sveppir og viður, skjólið og margbrotin náttúru- aðstaðan til útivistar og upplifunar styður vel við margs konar sköpunarverkefni. Þessa skógarauðlind er auðvelt að mæla og meta til verðmæta í skólastarfi. Ólafur Oddsson Skógræktin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=