Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 36. Pítsa pítsa Stutt lýsing: Hefðbundinn hlaupaleikur þar sem þeir sem eru á miðjunni reyna að ná hinum börnunum sem tákna álegg á pítsur. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Engin. Hvernig: Börnin koma sér fyrir við enda vallarins. Stjórnandi velur áleggstegundir og hvert og eitt barn er ein áleggstegund í leiknum. Fjöldi tegunda fer eftir fjölda nemenda en í 20 barna hóp er t.d. gott að hafa fjórar áleggstegundir eins og ost, lauk, sveppi, ananas. Tvö börn eru pítsubakarar og kalla út eina áleggstegund í einu og þá reyna„áleggstegundirnar“ að komast frá A til B án þess að láta ná sér. Náist þau, þá eiga þau að setjast niður á þeim stað og mega reyna að klukka önnur börn sem hlaupa fram hjá þannig að það raðast alltaf fleiri áleggstegundir á pítsuna. Leiknum lýkur þegar tveir eru eftir og verða þeir þá pítsubakarar í næstu umferð. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Börnin geta sjálf valið á milli ákveðinna áleggstegunda, s.s. ólífur, hvítlaukur, tómatar, spínat. • Ef pítsubakararnir hrópa pítsuveisla, hlaupa öll börnin af stað (fyrir utan þau sem búið er að ná). • Börnin sem búið er að ná gera hreystiæfingar í stað þess að sitja kyrr. • Leikinn má nota í tungumálatímum, þar sem viðkomandi tungumál er þá notað. • Í stað þess að hlaupa yfir völlinn má ganga, valhoppa, hoppa, stökkva eða gera hvaða hreyfingu sem er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=