Leikgleði - 50 leikir

Hreystileikir Leik gleði 34. Kökuskrímsli Stutt lýsing: Börnin reyna að halda á köku sem allra lengst án þess að„kökuskrímsli“ nái henni af þeim. Kakan er einhver hlutur sem skrímslið vill fá og þegar það tekst breytast hlutverk. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Sköpunargleði Hvar: Hvar sem er en skemmtilegast á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Nota eitt af eftirfarandi sem„köku“ s.s. hatta, keilur, lok af plastfötum eða pappahólka. Kökurnar þurfa að vera um einn þriðji af fjölda barnanna þannig að ef börnin eru 21 þurfa að vera sjö kökur að lágmarki. Leiksvæðið er afmarkað með ákveðnum merkingum. Hvernig: Eitt til þrjú börn eru valin til að vera „kökuskrímsli“. Hin börnin láta „kökur“ ganga á milli sín og er markmiðið að hlaupa um með þær án þess að kökuskrímsli nái þeim. Nái kökuskrímsli að klukka einhvern með köku þá segir skrímslið„slepptu kökunni“, sá sem var með kökuna þarf þá að gefa hana eftir og breytist í kökuskrímsli. Það má ekki klukka strax þann sem var að gefa köku. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Nota nöfn þegar viðkomandi er klukkaður, s.s. „Baldur slepptu kökunni“. • Nota fleiri hreyfingar t.d. má aðeins hoppa, hoppa á öðrum fæti, valhoppa eða ganga aftur á bak.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=