Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 20. Uppspretta Stutt lýsing: Tveir og tveir vinna saman og reyna að ná hlut upp af jörðinni með þeim líkamshluta sem stjórnandi gefur fyrirmæli um hverju sinni. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Útsjónarsemi Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Hvenær sem er. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Trjágrein, dagblöð og límband. Hvernig: Tveir og tveir vinna saman og er markmiðið að ná trjágrein eða upprúlluðu dagblaði upp af jörðinni með aðstoð ýmissa líkamshluta. Stjórnandi gefur fyrirmæli um hvaða líkamshluta eigi að nota hverju sinni og þá má einungis nota þann part til að ná efniviðnum upp. Stjórnandi getur kallað upp„olnbogi – olnbogi“, „fótur – fótur“, „enni – handleggur“. Mikilvægt er að halda stöðunni í smá stund, t.d. 5 sekúndur, og passa að missa ekki efniviðinn í jörðina. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Tilvalið er að fara í leikinn í tungumálatímum s.s. ensku eða dönsku og æfa þannig orð yfir líkamshluta á því tungumáli. • Tengja við líffræði. • Þau lið sem eru síðust til að ná efniviðnum upp fá hreystiverkefni til að leysa. Náið upp trjágrein með eyra og handarbaki Náið upp upprúlluðu blaði með báðum olnbogum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=