Leikgleði - 50 leikir

Samvinnuleikir Leik gleði 18. Brotinn gluggi Stutt lýsing: Börnin standa saman í hring og hafa fætur þétt upp að þeim sem standa við hlið þeirra. Markmiðið er að koma bolta á milli fóta hjá einhverju barni með því að kasta honum þar sem færi virðist gefast. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna Hvar: Hvar sem er. Skemmtilegt á grónu svæði. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Minni en 10 mínútur. Áhöld: Lítill bolti, snjóbolti eða annar hlutur sem má kasta. Hvernig: Börnin standa í hring með bil á milli fóta en passa að fætur snerti þá sem eru báðum megin við þau. Stjórnandi kemur boltanum í leik með því að kasta honum inn í miðjan hringinn. Markmiðið er að koma boltanum á milli fóta einhvers með höndunum og út úr hringnum, það er að segja„brjóta gluggann“. Ef gluggi brotnar þá sest barnið niður en heldur áfram að taka þátt nái það boltanum. Útfærsla: Stjórnandi getur útfært leikinn eftir aldri og getu barnanna. • Nota fleiri en einn bolta til að auka athygli. • Skipta í tveggja til þriggja manna lið. • Í staðinn fyrir að setjast niður eru stig talin, í fyrirfram ákveðinn tíma. • Í staðinn fyrir að setjast niður þegar „glugginn brotnar“ væri t.d. hægt að gera hreystiæfingu, s.s kviðæf- ingu eða englahopp. Ahh, nú verð ég að vera fljótur að hoppa saman með fæturnar. Boltinn skal ekki fara í gegn!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=