Leikgleði - 50 leikir

Námsleikir Leik gleði 10. Stærðfræðiboðhlaup Stutt lýsing: Börnin leysa stærðfræðidæmi í hefðbundnu boðhlaupi. Námsmarkmið: • Þjálfun grunnhreyfinga • Líkamsvitund • Líkamshreysti • Efla skynþroska • Samvinna • Stærðfræði Hvar: Hvar sem er. Hvenær: Allt árið um kring. Tími: Ótakmarkaður. Fjöldi: Ótakmarkaður. Undirbúningur: Stjórnandi útbýr þrautablöð fyrir hvert lið með stærðfræðidæmum til að leysa. Fjöldi dæma fer eftir fjölda þátttakenda. Einnig má setja stærðfræðidæmi inn í reitina á myndunum hér og prenta út. Áhöld: Merkingar til að sýna lengd brautar. Hvert lið fær eyðublað með dæmum við endann á brautinni og einn blýant. Hvernig: Börnunum er skipt upp í jöfn lið eftir fjölda þeirra. Ágætt að hafa ekki of marga í liði til að virknin verði meiri. Um er að ræða hefðbundið boðhlaup þar sem einn hleypur í einu, leysir eitt dæmi og næsti má fara af stað þegar slegið er í lófa. Útfærsla: Stjórnandi getur valið þemu leiksins eftir aldri og getu barnanna, stærð og undirlag. • Dæmi um útfærslu er að nota eingöngu: • dæmi með frádrætti • margföldunardæmi • tölur milli 10-20 • tölur milli 0-10 • Tveir og tveir geta hlaupið saman og reiknað út úr dæmunum í sameiningu. • Erfiðleikastig dæmanna getur verið misjafnt og þarf ekki að raða þeim í röð eftir því. • Nota orðadæmi. • Nota má þennan leik einnig í íslensku, t.d. til að vinna með stafsetningarreglur, s.s. n/nn regluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=