Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 19 Verkefni 3 Hegðun og snerting í einkarými og á almannafæri bls. 58–61 Aðföng • Mynd 5a og 5b • Verkefni 2 • Myndir 5a og 5b af einstaklingum og alls konar hegðun. ◌ Sjá einnig t.d. myndir úr seinni hluta lífsleiknisögunnar um Einkarými og almannafæri. Myndir sem sýna allskonar hegðun (sbr. fara á wc, prumpa, bora í nef, ropa, spjalla saman, sjálfsfróun í búningsklefa eða á baðströnd). Plastið myndir til að nota aftur síðar. • Verkefni 2 eða notið A3 blað eða töfluna til að vinna verkefnið. Aðferð Setjið viðeigandi tákn fyrir einkarými og almannafæri á A3 blað eða notið tákn úr verkefni 2. Skoðið myndir 5a og 5b. Takið eina eða tvær myndir fram í einu og leyfið nemandanum að velja um hvort þessi hegðun er viðeigandi í einkarými eða á almannafæri. Verkefni 4 Hvar og hvenær er í lagi að vera nakið/n/nn?/Hegðun í einkarými og á almannafæri Aðföng Skoðið myndir (til dæmis af neti eða myndir úr lífsleiknisögunni, Einkarými og almannafæri). Aðferð Skoðið myndir sem sýna mismunandi aðstæður (búningsklefa, sund, leikfimi, fataherbergi, strönd, herbergi, baðherbergi). Ræðið við hvaða aðstæður við erum nakin • Þegar við þvoum okkur, förum í sturtu/bað. • Þegar við skiptum um föt eða erum að hátta okkur. • Þegar við förum í sund eða leikfimi. Ræðið að við erum alltaf nakin í stutta stund í senn, samanber þegar við erum að skipta um föt, háttum okkur og förum í náttföt, þá erum við alltaf í einkarými. Ræðið mikilvægi þess að halla eða loka hurðinni á meðan við skiptum um föt eða erum að hátta okkur, einnig ef við viljum vera í friði. Fólk þarf að banka áður en það kemur inn til okkar ef hurðin er lokuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=