Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 18 4. Einkarými og almannafæri Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag: • Einkarými og almannafæri • Hegðun í einkarými og á almannafæri • Umræðuefni í einkarými og á almannafæri Verkefni 1 Einkarými og almannafæri bls. 52–53 Aðföng • Mynd 1 • Mynd 2 Aðferð Útskýrið muninn á einkarými og almannafæri, sjá mynd 1. Ræðið muninn á mikilvægi þess að loka dyrum þegar við þurfum næði. Við drögum einnig fyrir gardínur til að tryggja enn frekar að aðrir geti ekki séð inn til okkar sjá mynd 2. Verkefni 2 Heimilið mitt og almannafæri bls. 54 – 57 Aðföng • Mynd 3 • Myndir 4a og 4b eða myndir sem sýna raunveruleg rými eins og svefnherbergi, stofu, eldhús, gang, salerni, (fáið ef til vill foreldra og skammtímadvöl til að senda myndir af þessum rýmum á heimili nemandans og frá stuðningsfjölskyldu þegar það á við). • Verkefni 1 Aðferð Ræðið aftur um hugtökin einkarými og almannafæri (sbr. mynd 1 úr verkefni 1) og útskýrið mynd 3 einkarými – einn og almannafæri – margir. Plastið inn myndir númer 4a og 4b til að nota síðar. Skoðið myndirnar. Setjið myndir í bunka. Dragið eina mynd úr bunkanum og setjið undir viðeigandi flokk; einkarými/almannafæri (táknmynd einn/margir). Athugið jafnframt að nefna að stundum viljum við hafa dregið frá í herberginu eins og til dæmis á daginn. Einnig stundum dregið fyrir, sérstaklega þegar við förum að sofa og við viljum að enginn geti séð inn til okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=