Kynþroskaárin – kennsluleiðbeiningar

40740 Kynþroskaárin – Kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 15 3. Hreinlæti Hefjumst handa Upprifjun frá síðasta tíma Einhverjar spurningar eða vangaveltur frá síðasta tíma? Hugtök og verkefni sem fjallað verður um í dag • Hreinlæti • Hreinlætisvörur • Hreinn fatnaður Verkefni 1 Hreinlæti tékklisti bls. 36–37 Aðföng • Verkefni 1a og 1b. Aðferð Ræðið mikilvægi þess að við séum hrein og snyrtileg og að við þurfum sjálf að bera ábyrgð á hreinlæti okkar eftir því sem við verðum eldri. Fáið nemandann til að merkja inn á töflu 1a og 1b og ræðið af hverju hreinlæti er mikilvægt: • Sturtu/bað á hverjum degi eða annan hvern dag – það kemur vond lykt af manni, hárið fitnar og það lyktar ef það er ekki þvegið. • Ef við burstum ekki tennur verðum við andfúl og meiri hætta er á tannskemmdum. • Við notum svitalyktareyði svo að við lyktum vel. • Klippum neglur á fingrum og tám, pössum upp á að það komi ekki sorgarrendur. • Við þvoum okkur um hendur oft yfir daginn, t.d. þegar við erum búin á salerni, snertum óhreinindi, klöppum gæludýrum og áður en við snertum matvæli og áður en við förum að borða. • Greiðum hár svo það verði ekki flókið. • Rökum skegg og hár undir höndum, þau sem það kjósa. Verkefni 2 Eru fötin hrein eða óhrein? Bls. 38–39 Aðföng • Verkefni 2a og 2b Aðferð Ræðið mikilvægi þess að við séum hrein og snyrtileg til fara, það er ekki nóg að fara reglulega í sturtu. Við þurfum líka að passa upp á fötin því það getur komið vond lykt af þeim eins og okkur sjálfum ef þau eru ekki hrein. Það á aldrei að fara aftur í óhrein nærföt og föt eftir sturtu/bað. Ræðum að það er misjafnt hvað við getum oft notað sömu flíkina áður en hún er þvegin. Ef komnir eru blettir í hana þarf yfirleitt alltaf að þvo hana nema að hægt sé að ná þeim úr með klút. Merkið inn á töfluna í verkefni 2a og 2b hversu oft þarf að skipta um og þvo flíkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=