Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Sumir líkamar hafa brjóst en aðrir ekki. Eins og geirvörtur, hafa brjóst mismunandi lögun, stærð og liti. Engin tvö brjóst eru nákvæmlega eins, jafnvel á sama líkama. Ef líkami mun fá brjóst, byrja þau yfirleitt að vaxa á kynþroskaskeiðinu. Kynþroskaskeið er tímabil þegar líkamar barna breytast og vaxa mun hraðar en venjulega. Eins og geirvörtur eru sum brjóst viðkvæm og það getur verið gott þegar þau eru snert. Sum brjóst á fullorðnum geta líka gert ótrúlega hluti. Þau geta framleitt mjólk til að gefa barni næringu. Það er kallað brjóstamjólk. Mjólkin er framleidd í brjóstinu og kemur út í gegnum geirvörturnar. 61 brjóst Börn Fullordnir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=