Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Þú gætir hafa tekið eftir því að fólk talar oft um sambönd milli karla og kvenna eins og það sé eina gerð sambanda sem getur haft hrifningu, ást eða æsandi tilfinningar. En þau eru ekki þau einu. Hefur þú heyrt fólk nota orðin samkynhneigð, lesbía eða hommi? En eikynhneigð eða hinsegin? Þetta eru orð sem fólk gæti notað til að lýsa sjálfu sér, samböndum sem þau eru í og með hverjum þau eru í sambandi. Hvert samfélag á sín eigin orð en hér eru nokkur sem fólk notar: Sum þessara orða gætu verið ný fyrir þér (þau gætu verið ný fyrir þann fullorðna sem þú ert að lesa þessa bók með líka!). Ef þú vilt læra meira um hvað þau þýða, geturðu fundið þau aftast í bókinni. hinsegin 151 tvíkynhneigd gagnkynhneigd pankynhneigd samkynhneigd eikynhneigd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=